30 ára Brynhildur fæddist í heimahúsi í Ohio í Bandaríkjunum þar sem foreldrarnir voru við nám. „Ég ólst upp í Garðabæ og í Reykjavík. Gekk í MH á listdansbraut og lauk námi við sviðshöfundabraut í LHÍ

30 ára Brynhildur fæddist í heimahúsi í Ohio í Bandaríkjunum þar sem foreldrarnir voru við nám.

„Ég ólst upp í Garðabæ og í Reykjavík. Gekk í MH á listdansbraut og lauk námi við sviðshöfundabraut í LHÍ. Ég starfa sem húsmóðir, tónlistarkona og dáleiðari. Ég hef brennandi áhuga á kærleikanum, börnunum mínum, öllu náttúrulegu, heimilishaldi, tónlist og listinni. Ég er líka á kafi í ýmsu sem tengist sjálfsvitund og sjálfsábyrgð og hef mikla trú á dáleiðslu og undirvitundinni.“

Hljómsveit Brynhildar, Kvikindi, vann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í fyrra. Hljómsveitin hennar, Hórmónar, vann Músíktilraunir 2016 og hún vann titilinn söngkona ársins. Brynhildur gaf út bókina Bréf frá Bergstaðastræti 57 árið 2018, hefur starfað innan Þjóðleikhússins sem aðstoðarleikstjóri og sett upp ótal menntaskólasýningar sem danshöfundur.


Fjölskylda Eiginmaður Brynhildar er Matthías Tryggvi Haraldsson sem starfar sem listrænn ráðunautur hjá Þjóðleikhúsinu, f. 1994. Börn þeirra eru Sóley, f. 2022 og Bergrós, f. 2024. Foreldrar Brynhildar eru Ásdís Olsen, fjölmiðlakona og núvitundarkennari, og Karl Ágúst Úlfsson, rithöfundur og leikari. Systkini Brynhildar eru Bergþóra Halldórsdóttir lögfræðingur, f. 1983, Vala Halldórsdóttir leikhúsgervasmiður, f. 1986, Álfheiður Karlsdóttir, dansari og nemi, f. 2003, og Eyvindur Karlsson, tónlistarmaður og leikstjóri, f. 1981.