— Morgunblaðið/Eggert
Um 400 hafnfirsk ungmenni voru mætt á hina árlegu dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar í gær og telja umsjónaraðilar að mögulega sé um metþátttöku að ræða. „Þetta er búið að vera árlegt hérna á Flensborgarhöfninni í rúm 30 ár held ég

Um 400 hafnfirsk ungmenni voru mætt á hina árlegu dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar í gær og telja umsjónaraðilar að mögulega sé um metþátttöku að ræða.

„Þetta er búið að vera árlegt hérna á Flensborgarhöfninni í rúm 30 ár held ég. Þetta er mjög stór viðburður á sumarnámskeiðunum okkar,“ sagði Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ, en krakkarnir koma frá öllum sumarnámskeiðum sem rekin eru af frístundaheimilum í Hafnarfirði.

Í keppninni var keppt um hver fengi stærsta fiskinn, furðulegasta fiskinn og flestu fiskana.

Ekki var þó kappið látið bera fegurðina ofurliði og var gleði og fjör í fyrirrúmi veiðinnar. egillaaron@mbl.is