Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag, 14. júní, kl. 16.30 í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Lilja D. Alfreðsdóttir menningarráðherra mun flytja ávarp og að því loknu opna sýningarnar

Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag, 14. júní, kl. 16.30 í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Lilja D. Alfreðsdóttir menningarráðherra mun flytja ávarp og að því loknu opna sýningarnar. Önnur sýningin er á Lögréttutjöldunum sem kennd eru við hús Lögréttu á Þingvöllum þar sem þau eru talin hafa hangið á 18. öld. Þau eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands sem lánaði þau í tilefni sýningarinnar og eru þau nú í fyrsta sinn sýnd opinberlega á Íslandi. Þjóð í mynd nefnist svo sýning sem einnig verður opnuð, unnin í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands. Á henni má sjá myndefni frá atburðunum sem leiddu til stofnunar lýðveldisins og myndbrot frá hátíðarhöldunum 17. júní 1944.