Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Greiningardeildin spáir því að verðbólgan haldist síðan óbreytt næstu mánuði.

Greining Íslandsbanka spáir því að ársverðbólga mælist 5,9% í júnímánuði og muni mælast 5,3% í árslok.