Norður ♠ 876 ♥ DG5 ♦ ÁKG96 ♣ 32 Vestur ♠ ÁK43 ♥ 64 ♦ 875 ♣ G1054 Austur ♠ G102 ♥ 74 ♦ 1042 ♣ ÁD986 Suður ♠ D95 ♥ ÁK10932 ♦ D3 ♣ K7 Suður spilar 4♥

Norður

♠ 876

♥ DG5

♦ ÁKG96

♣ 32

Vestur

♠ ÁK43

♥ 64

♦ 875

♣ G1054

Austur

♠ G102

♥ 74

♦ 1042

♣ ÁD986

Suður

♠ D95

♥ ÁK10932

♦ D3

♣ K7

Suður spilar 4♥.

„Þið notið nútíma köll – upside down signals, eins og sagt er vestanhafs – hátt er frávísun og ójöfn tala spila.“ Gölturinn hafði komist yfir bunka af gömlum tímaritum The Bridge World og rekist þar á spilið að ofan, sem sett var upp í þrautarformi með austur í heita pottinum. Vestur kemur út með spaðaás gegn 4♥ og spurt er: Hvaða spil á austur að setja undir ásinn?

Gosinn er rétta spilið út frá reglunum, en það spil hefur þá óheppilegu aukaverkun að gefa samninginn. Um þessa stöðu sagði Jón Baldursson forðum daga: „Maður setur gosann og vonar það besta. Aldrei að ljúga að makker – þá glatast traustið.“

Spekingarnir í TBW vilja láta tvistinn í þeirri von að makker leysi vandann. „En mér er spurn,“ segir Gölturinn og er nokkuð niðri fyrir: „Hvernig í fjandanum á hann að gera það?“