Þýskaland Ísak B. Jóhannesson átti gott tímabil með Düsseldorf.
Þýskaland Ísak B. Jóhannesson átti gott tímabil með Düsseldorf. — Ljósmynd/Düsseldorf
Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður leikmaður Düsseldorf í Þýskalandi til 2029, að sögn félagaskiptasérfræðingsins Fabrizio Romano. Hann greindi frá því í gær að Düsseldorf hefði virkjað klásúlu í lánssamningi við FC…

Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður leikmaður Düsseldorf í Þýskalandi til 2029, að sögn félagaskiptasérfræðingsins Fabrizio Romano. Hann greindi frá því í gær að Düsseldorf hefði virkjað klásúlu í lánssamningi við FC Köbenhavn um að félagið gæti keypt hann af Dönunum fyrir tvær milljónir evra, eða um 300 milljónir króna. Ísak lék sem lánsmaður með Düsseldorf á nýliðnu tímabili í Þýskalandi.