Á Boðnarmiði rifjar Davíð Hjálmar Haraldsson upp þetta ljóð, sem er að finna í Áttundu Davíðsbók: Við dugum til að drepa hval og drápið það er okkar val. Við gerum það sem gera skal, ei gungur köllumst barðar

Á Boðnarmiði rifjar Davíð Hjálmar Haraldsson upp þetta ljóð, sem er að finna í Áttundu Davíðsbók:

Við dugum til að drepa hval

og drápið það er okkar val.

Við gerum það sem gera skal,

ei gungur köllumst barðar.

Við stjórnum hér um fold og fjörð,

um fiskimið og loft og jörð

og enginn hindrar okkar gjörð.

Við erum herrar jarðar.

Við merjum blóm og myljum grjót

og mýrar þurrkum, stíflum fljót,

þótt eftir verði örin ljót

það aldrei nokkurn varðar.

Við herðum okkar hrunadans

og hér skal aldrei verða stans

þótt allt fari til andskotans.

Við erum herrar jarðar.

Guðmundur B. Guðmundsson bætti við:

Þótt við drepum milljón manns,

mig ei um það varðar.

Við gerum allt með elegans,

enda herrar jarðar.

Það sakar ekki að geta þess, að ég er hlynntur hvalveiðum og tel andstöðu við þær jaðra við hræsni.

Gunnar J. Straumland að gefnu tilefni:

Skorradal og Skarðsheiðina lít,

skríður nið'rúr dalnum snotur lögur.

Loðið virðist loft (og fullt af skít)

en lofsvert er hve mengunin er fögur.

Draumaþankar eftir Rúnar Thorsteinsson:

Oft reynir á að vera í þungum þönkum,

þrá að geta hugsað skýrt og rétt.

Ef heyrist afar fátt frá heila blönkum

er hugsun sú er snertir gleðifrétt.

Það hjálpar þeim sem hugsun geta fundið,

í huga sem að virkar af og til.

Fá að lokum ofan af því undið

að undur drauma verði þeim í vil.

Ingólfur Ómar Ármannsson sagði á þriðjudag: Fallegt veðrið undir kvöldið, glampandi sól með þýðum blæ og fuglasöng:

Bjarmi röðuls baðar svið

blundar unn á sjónum.

Kveldið færir kyrrð og frið

kvikt er loft af tónum.

Klungur lít og klettarið

krökkt af mosa grónum.

Við sefið heyri svanaklið

og söngfugl kvaka í mónum.

Ólína Andrésdóttir kvað:

Á þig hér þótt andi kalt

úfinn lífsins vetur

sólarmegin samt þú skalt

sitja nær þú getur.

vóru öngum þungbærar,¶við ljóðasöng og sögurnar¶söfnuðust föngin unaðar.¶Fuglalimran Tímafuglinn eftir Pál Jónasson í Hlíð:¶Í klukkunni gaukurinn galar¶og gefur til kynna að dvalar-¶stundunum fækki¶og í staupinu lækki,¶en blekkingin brosir og hjalar.¶Maður ávarpar stúlku í dansi:¶Séð hef ég marga seima-Bil¶sitja á bekknum þaðra.¶Af kynnum okkar kemr það til,¶eg kýs þig heldr en aðra.¶Öfugmælavísan:¶Í eldi sviðna engin hár,¶ísinn logar vatna,¶eitur er gott í öll þau sár¶sem eiga fljótt að batna.¶Halldór Blöndal