Sæl Oriol Tomas leikstjóri, Steinunn og Sébastien Dionne búningahönnuður.
Sæl Oriol Tomas leikstjóri, Steinunn og Sébastien Dionne búningahönnuður. — Ljósmynd/Aðsend
Uppfærsla Íslensku óperunnar á óperunni La traviata eftir Verdi var sýnd í Frakklandi í lok maí og hlaut þar afar góðar undirtektir, að sögn Steinunnar B. Ragnarsdóttur, fyrrverandi óperustjóra

Uppfærsla Íslensku óperunnar á óperunni La traviata eftir Verdi var sýnd í Frakklandi í lok maí og hlaut þar afar góðar undirtektir, að sögn Steinunnar B. Ragnarsdóttur, fyrrverandi óperustjóra. Sýningin var leigð til Opera de Massy í París og var sýnd á nokkrum vel sóttum sýningum og segir Steinunn það mikinn heiður að eftirspurn sé eftir sýningum stofnunarinnar erlendis. „Það var eitt af mínum markmiðum að auka alþjóðlegan sýnileika Íslensku óperunnar og það er góð tilfinning að því markmiði hafi verið náð,“ er haft eftir henni í tilkynningu.