Þau Kristín Sif, Þór Bæring og Bolli Már í morgunþættinum Ísland vaknar unnu í því með vorinu að gera Íslendinga hamingjusamari. Þau opnuðu fyrir símann og báðu hlustendur að deila með sér hvar hamingju væri að finna

Þau Kristín Sif, Þór Bæring og Bolli Már í morgunþættinum Ísland vaknar unnu í því með vorinu að gera Íslendinga hamingjusamari. Þau opnuðu fyrir símann og báðu hlustendur að deila með sér hvar hamingju væri að finna. „Mánudagar,“ sagði fyrsti hlustandinn sem hringdi inn. „Fjölskyldan mín,“ sagði ung stúlka sem fannst skemmtilegast að gera eitthvað með sínum nánustu. Bolli Már, einn þáttarstjórnanda, tekur í sama streng og segist þurfa að bæta sig í því að verja tíma með fjölskyldunni. Lestu meira á K100.is.