Uppiskroppa, févana, allslaus, í þroti, segir Ísl. orðsifjabók um lýsingarorðið krúkk. Það sé tökuorð úr dönsku: kruk, og komið úr spilamáli. Að verða krúkk eða vera krúkk er að verða eða vera uppiskroppa, kominn í…

Uppiskroppa, févana, allslaus, í þroti, segir Ísl. orðsifjabók um lýsingarorðið krúkk. Það sé tökuorð úr dönsku: kruk, og komið úr spilamáli. Að verða krúkk eða vera krúkk er að verða eða vera uppiskroppa, kominn í þrot. Svo er til afbrigðið krunk, en það er eins og sjá má með u-i þótt borið sé fram ú.