Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, gekk fram á að minnsta kosti 200 dauðar kríur eftir hretið sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Þúsundir mófugla drápust í hretinu

Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, gekk fram á að minnsta kosti 200 dauðar kríur eftir hretið sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Þúsundir mófugla drápust í hretinu. Kveðst Ólafur Karl einnig hafa heimild um fálkaunga sem króknuðu í hreiðri.

„Það eru örugglega tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda mófuglapara sem dvelja á því svæði sem er núna undir fönn.“

Ólafur Karl kveðst sjá það greinilega á fuglunum núna að margir þeirra sem eftir lifi reyni að gera aftur það sem þeir gerðu í vor; að verpa eggjum og klekja út. » 6