Kerry King er enn í fullu fjöri.
Kerry King er enn í fullu fjöri. — AFP/Ethan Miller
Kistur Þrassbandið goðsagnakennda Slayer reis óvænt upp frá dauðum fyrr á árinu og boðaði komu sína á tvær músíkhátíðir í Bandaríkjunum í haust. Kerry King gítarleikari var hins vegar snöggur að slökkva í vonum aðdáenda um nýjan túr og jafnvel nýtt efni í samtali við tímaritið Total Guitar á dögunum

Kistur Þrassbandið goðsagnakennda Slayer reis óvænt upp frá dauðum fyrr á árinu og boðaði komu sína á tvær músíkhátíðir í Bandaríkjunum í haust. Kerry King gítarleikari var hins vegar snöggur að slökkva í vonum aðdáenda um nýjan túr og jafnvel nýtt efni í samtali við tímaritið Total Guitar á dögunum. Slayer muni aldrei túra aftur og aldrei aftur senda frá sér nýtt efni. Vel komi þó til greina að koma fram á einni og einni hátíð í framtíðinni og gera sér glaðan dag, enda sé mikið suðað í þeim, en menn muni þó að því loknu hoppa beinustu leið ofan í kistuna aftur. Þar sem þeir séu best geymdir. Á móti kemur að King ætlar sér stóra hluti með sólóbandi sínu.