Kort Samdráttur hefur verið í veltu.
Kort Samdráttur hefur verið í veltu.
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis, að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Alls nam greiðslukortavelta heimila 113 mö.kr. í maí og jókst um 4,3% á milli ára, á föstu verðlagi

Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis, að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Alls nam greiðslukortavelta heimila 113 mö.kr. í maí og jókst um 4,3% á milli ára, á föstu verðlagi. Innanlands jókst kortavelta íslenskra heimila um 2,3% að raunvirði í maí og erlendis um 12,2%. Aukningin vekur athygli, samkvæmt tilkynningunni, í ljósi þess að nú ríkir þrálátt hávaxtastig og samdráttur í hagkerfinu, en eftirspurnarkrafturinn gæti átt þátt í að skýra aukna verðbólgu í maí. Einnig má gera ráð fyrir að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi áhrif.