Það morgnar daglega hér í Málinu eins og annars staðar í tilverunni: dagur rennur, það birtir af degi. Þetta er í morgunsárið. Fólk er að skreiðast á lappir og koma sér í vinnuna og má ekki vera að því að velta fyrir sér hvernig morgunsár…

Það morgnar daglega hér í Málinu eins og annars staðar í tilverunni: dagur rennur, það birtir af degi. Þetta er í morgunsárið. Fólk er að skreiðast á lappir og koma sér í vinnuna og má ekki vera að því að velta fyrir sér hvernig morgunsár skiptist. En það er morguns-ár, atviksorðið ár merkir snemma. Snemma morguns, sem sagt.