Þyrla TF-GRO að lenda í Fossvoginum.
Þyrla TF-GRO að lenda í Fossvoginum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórn Félags sjúkrahúslækna sendi frá sér ályktun í gær þar sem ítrekað er mikilvægi þyrluaðgengis við helstu heilbrigðisstofnanir á Íslandi til að flýta fyrir og tryggja aðgengi bráðveikra og slasaðra að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu

Stjórn Félags sjúkrahúslækna sendi frá sér ályktun í gær þar sem ítrekað er mikilvægi þyrluaðgengis við helstu heilbrigðisstofnanir á Íslandi til að flýta fyrir og tryggja aðgengi bráðveikra og slasaðra að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.

„Í umræðum síðustu misseri hefur komið í ljós að í nýjum áformum um uppbyggingu á stærstu sjúkrahúsum á Íslandi, nýjum Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, verði aðgengi þyrlu að sjúkrahúsunum mögulega skert,“ segir í greinargerð félagsins, en nokkuð hefur verið fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Vilja sjúkrahúslæknar að þessi áform verði endurskoðuð, svo tryggt sé að bráðveikir og slasaðir njóti áfram sömu þjónustu og verið hefur síðustu áratugi, segir í ályktun stjórnar félagsins.