Hjón Páll Ragnar og Tui.
Hjón Páll Ragnar og Tui.
Tónar frá Frakklandi, Ítalíu, Danmörku, Svíþjóð, Eislandi og Íslandi munu hljóma í stofunni á Gljúfrasteini á morgun, sunnudaginn 16. júní, kl. 16. Þá kemur fram Pálsson Hirv dúettinn en hann skipa Páll Ragnar Pálsson, gítarleikari og tónskáld, og Tui Hirv, söngkona og tónlistarfræðingur

Tónar frá Frakklandi, Ítalíu, Danmörku, Svíþjóð, Eislandi og Íslandi munu hljóma í stofunni á Gljúfrasteini á morgun, sunnudaginn 16. júní, kl. 16. Þá kemur fram Pálsson Hirv dúettinn en hann skipa Páll Ragnar Pálsson, gítarleikari og tónskáld, og Tui Hirv, söngkona og tónlistarfræðingur.

„Páll Ragnar og Tui eru eins og alfræðiorðabækur þegar kemur að tónlist. Þau hafa safnað að sér lögum frá ólíkum heimshornum sem þau svo raða saman á þannig hátt að útkoman verður eitthvað stærra og meira en hvert lag um sig. Lögin eru bæði kunnugleg og minna þekkt. Dagskráin er öll fléttuð saman með frásögn af tónlistinni, lýsingum á uppruna hennar og hvernig hún barst Páli og Tui til eyrna. Þannig gefa þau tónleikunum persónulegt yfirbragð og húmorinn er aldrei langt undan,“ segir í tilkynningu.