Mögnuð Olga Sevcova með boltann á Framvellinum í Úlfarsárdal í gær.
Mögnuð Olga Sevcova með boltann á Framvellinum í Úlfarsárdal í gær. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
ÍBV vann sinn fyrsta leik í 1. deild kvenna í knattspyrnu með útisigri á Fram, 2:0, í Úlfarsárdal í gær. Olga Sevcova skoraði bæði mörk Eyjaliðsins sem er nú í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig

ÍBV vann sinn fyrsta leik í 1. deild kvenna í knattspyrnu með útisigri á Fram, 2:0, í Úlfarsárdal í gær. Olga Sevcova skoraði bæði mörk Eyjaliðsins sem er nú í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Framliðið er í sjötta sæti með átta stig.

HK komst á toppinn með sannfærandi sigri á ÍA, 3:0, á Akranesi.

Brookelynn Entz skoraði tvö mörk fyrir HK en Birna Jóhannsdóttir bætti við þriðja. HK er á toppnum með ellefu stig en ÍA er í fimmta sæti með níu.

Grindavík er komin í annað sæti deildarinnar með tíu stig eftir sigur á ÍR í Breiðholtinu, 4:0. Tinna Hrönn Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Grindavík en Sigríður Emma F. Jónsdóttir og Júlía Ruth Thasaphong bættu við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Mikil spenna er í 1. deildinni en aðeins þrjú stig eru á milli toppliðsins og Gróttu sem er í sjöunda sæti deildarinnar. Afturelding og FHL geta komist í forystu á toppnum með sigrum í sínum leikjum um helgina en þau eru í öðru og þriðja sæti með tíu stig. Afturelding mætir Selfossi í dag og FHL Gróttu á morgun.