Emma Stone leikur í myndinni.
Emma Stone leikur í myndinni. — AFP/Julie Sebadelha
Afköst Poor Things hefur varla runnið sitt skeið í bíó en gríski leikstjórinn Yorgos Lanthimos er strax mættur með nýja mynd, Kinds of Kindness, sem frumsýnd verður í lok mánaðarins. Um er að ræða þrjár smásögur, þar sem svartur húmor er sagður ráða ríkjum

Afköst Poor Things hefur varla runnið sitt skeið í bíó en gríski leikstjórinn Yorgos Lanthimos er strax mættur með nýja mynd, Kinds of Kindness, sem frumsýnd verður í lok mánaðarins. Um er að ræða þrjár smásögur, þar sem svartur húmor er sagður ráða ríkjum. Sögusviðið í þeim öllum er Bandaríkin í samtímanum og sömu leikararnir fara með helstu hlutverkin, Emma Stone, Willem Dafoe, Jesse Plemons, Margaret Qualley, Hong Chau og Mamoudou Athie. Lanthimos skrifar sjálfur handritið ásamt Efthimis Filippou sem vann með honum að fyrstu myndum hans og mögulega er leikstjórinn hér að leita í gömlu, góðu absúrdísku ræturnar.