Flugsýn Horft yfir byggð á Þórshöfn.
Flugsýn Horft yfir byggð á Þórshöfn. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Niðurstaðan af rekstri A- og B-hluta sveitarsjóðs Langanesbyggðar á síðasta ári var 160 milljónir kr. í plús, nærri 100 milljónum króna betri afkoma en gert var ráð fyrir. Handbært fé í árslok var rúmar 115 milljónir króna

Niðurstaðan af rekstri A- og B-hluta sveitarsjóðs Langanesbyggðar á síðasta ári var 160 milljónir kr. í plús, nærri 100 milljónum króna betri afkoma en gert var ráð fyrir. Handbært fé í árslok var rúmar 115 milljónir króna. Skuldahlutfall er gott.

Langanesbyggð nær yfir Þórshöfn, Bakkafjörð og nærliggjandi sveit. Íbúar eru 550. Sveitarfélagið hélt að sér höndum í fjárfestingum á síðasta ári. Nú eru hins vegar framkvæmdir komnar af stað, svo sem endurbætur á hjúkrunarheimilinu Nausti og verið er að setja niður fyllingar við höfnina. Þá eru sorpmál sveitarfélagsins í endurskoðun. sbs@mbl.is