Danmörk Guðmundur Guðmundsson hefur náð góðum árangri.
Danmörk Guðmundur Guðmundsson hefur náð góðum árangri. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við danska félagið Fredericia til 2027 en hann hefur stýrt því undanfarin tvö ár. Fredericia náði sínum besta árangri í 44 ár þegar liðið komst í…

Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við danska félagið Fredericia til 2027 en hann hefur stýrt því undanfarin tvö ár. Fredericia náði sínum besta árangri í 44 ár þegar liðið komst í úrslitaeinvígið um danska meistaratitilinn og tapaði þar, 27:26, fyrir Aalborg í oddaleik. Liðið fékk bronsverðlaun í deildinni fyrir ári og lék í undanúrslitum bikarkeppninnar í vetur.