— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eftir kuldakast og vetrarveður um landið norðan- og austanvert í byrjun síðustu viku er enn víða snjór upp til fjalla þar um slóðir. Í Ólafsfirði eru Syðriárhyrna og Arnfinnsfjall hvít frá fjöru upp á efstu brúnir eins og sést á mynd sem tekin var nyrðra nú í vikunni

Eftir kuldakast og vetrarveður um landið norðan- og austanvert í byrjun síðustu viku er enn víða snjór upp til fjalla þar um slóðir. Í Ólafsfirði eru Syðriárhyrna og Arnfinnsfjall hvít frá fjöru upp á efstu brúnir eins og sést á mynd sem tekin var nyrðra nú í vikunni.

Á láglendi nyrðra hefur fönn þó að mestu tekið upp, enda þótt enn megi sjá snjó í giljum og drögum. Slíkt mun þó væntanlega taka upp fljótlega, því veðurspá næstu daga veit á gott. Þannig eru grænar gróðurnálar víða komnar á skrið og túnfíflar skjóta upp kollinum.

Upp til sveita segja menn að kuldakastið seinki því óneitanlega um nokkra daga að reka megi fé á heiðar og að sláttur geti hafist eitthvað seinna en venjulega. Slíkt megi vel afbera, þyngri búsifjar séu vegna kals í túnum sem er á fjölda bújarða á Tröllaskaga og í Þingeyjarsýslum. Vegna þessa alls eru stjórnvöld meðvituð um stöðuna og kanna þörf á liðsinni. sbs@mbl.is