— AFP/Fadel Senna
Hin árlega pílagrímsför múslima til borgarinnar Mekku í Sádi-Arabíu stendur nú yfir, en búist er við að meira en milljón pílagríma komi þangað í ár. Borgin er álitin helgasti staður múhameðstrúar, en þar er að finna hinn heilaga svarta stein, sem múslimar álíta að hafi verið gjöf frá Guði til Adams.