Ráðstefna Vísindamennirnir Mombaerts og Jansson í Hörpu.
Ráðstefna Vísindamennirnir Mombaerts og Jansson í Hörpu.
„Um 5-10% af þeim sem fundu fyrir skerðingu á lyktar- og bragðskyni hafa enn ekki jafnað sig,“ segir Peter Mombaerts líf- og ónæmisfræðingur um þá sem fundu fyrir slíkum einkennum covid-sjúkdómsins

„Um 5-10% af þeim sem fundu fyrir skerðingu á lyktar- og bragðskyni hafa enn ekki jafnað sig,“ segir Peter Mombaerts líf- og ónæmisfræðingur um þá sem fundu fyrir slíkum einkennum covid-sjúkdómsins. Peter Mombaerts og Bill Jansson eru vísindamenn sem komu að skipulagningu umfangsmikillar ráðstefnu um lyktar- og bragðskyn sem verður haldin í Hörpu dagana 22.-26. júní.

„Það hefur ótrúleg áhrif á líf fólks,“ segir Mombaerts, „og þetta er nokkuð sem almenningur tekur ekki endilega mark á. Foreldrar eiga stundum erfitt með að mynda tengsl við nýfædd börn sín vegna þess að þau finna ekki lyktina af þeim. Eða mynda tengsl við maka sinn. Við notum lyktarskyn okkar miklu meira en fólk áttar sig á.“

Enn fremur útskýra þeir að erfiðasti hluti slíkra einkenna er oft sú staðreynd að sérfræðingar og almenningur gera lítið úr þeim. Sjúklingar fá oft litla sem enga hjálp, þar sem engin lækning hefur fundist. „Ástandið leiðir oft til geðrænna vandamála og það er ekkert vitað um mögulega meðhöndlun eða lækningu. Fjölmiðlar fjalla ekki mikið um þessa staðreynd. Það er líklega vegna þess að almenningur gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikill skortur á lífsgæðum þessi fötlun er.“

Þeir segjast þó vongóðir um að lækning finnist einn daginn og segja mikilvægt að hafa trú og gefast ekki upp.

Meira má lesa um málið í viðtali við Mombaerts og Jansson í Sunnudagsblaðinu.