Samið Trúnaðarmennirnir Tomasz Mayewski og Ingimar Knútsson.
Samið Trúnaðarmennirnir Tomasz Mayewski og Ingimar Knútsson. — Ljósmynd/Framsýn
Fulltrúar PCC og Framsýnar/Þingiðnar skrifuðu í gær undir nýjan kjarasamning á Húsavík. Samið er til langs tíma og gildir samningurinn í fjögur ár. „Um þessar mundir eru um 150 starfsmenn á launaskrá hjá fyrirtækinu [PCC BakkiSilicon hf.] sem…

Fulltrúar PCC og Framsýnar/Þingiðnar skrifuðu í gær undir nýjan kjarasamning á Húsavík. Samið er til langs tíma og gildir samningurinn í fjögur ár.

„Um þessar mundir eru um 150 starfsmenn á launaskrá hjá fyrirtækinu [PCC BakkiSilicon hf.] sem er eitt mikilvægasta fyrirtækið á félagssvæði Framsýnar og Þingiðnar hvað launakjör félagsmanna varðar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá stéttarfélaginu. Um er að ræða kísilverksmiðjuna norðan við Húsavík.

Verði samningurinn samþykktur í atkvæðagreiðslu mun hann gilda frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028. Í tilkynningunni kemur fram að samningurinn feli í sér sambærilegar launahækkanir og samið var um á almenna vinnumarkaðnum fyrr á árinu.