Fólk með erlent ríkisfang er nú 71,7% íbúa í Öræfasveit. Þetta kemur fram í pistli á vef Sveitarfélagsins Hornafjarðar, þar sem nú búa alls 2.650 manns. Af heildartölu íbúa í sveitarfélaginu eru 836 með erlent ríkisfang sem gera 31,5% íbúa

Fólk með erlent ríkisfang er nú 71,7% íbúa í Öræfasveit. Þetta kemur fram í pistli á vef Sveitarfélagsins Hornafjarðar, þar sem nú búa alls 2.650 manns. Af heildartölu íbúa í sveitarfélaginu eru 836 með erlent ríkisfang sem gera 31,5% íbúa.

Á Höfn er fólk af erlendum uppruna um fjórðungur bæjarbúa. Fólk frá Póllandi er fjölmennasti hópurinn í öllum þremur póstnúmerum Hornafjarðar. Rúmenar eru einnig áberandi á svæðinu, en fólk frá útlöndum starfar gjarnan við ferðaþjónustuna þarna eystra. Er þar sama uppi á teningnum og víða annars staðar á landinu þar sem þjónusta við ferðafólk er helsti atvinnuvegurinn.