Í upphafi næsta árs er von á nýjum íslenskum söngleik í Þjóðleikhúsið sem saminn er af Unu Torfadóttur og Unni Ösp Stefánsdóttur. Unnur leikstýrir verkinu og fer Una með eitt aðalhlutverka en öll tónlist söngleiksins er eftir hana

Í upphafi næsta árs er von á nýjum íslenskum söngleik í Þjóðleikhúsið sem saminn er af Unu Torfadóttur og Unni Ösp Stefánsdóttur. Unnur leikstýrir verkinu og fer Una með eitt aðalhlutverka en öll tónlist söngleiksins er eftir hana. Unnur leikstýrði meðal annars verkunum Vertu úlfur og Saknaðarilmur sem hlutu mikið lof gagnrýnenda. Söngleikurinn mun heita Stormur og fjallar um ungt fólk sumarið eftir menntaskólaútskrift sem óttast framtíðina, þráir ástina og að finna sig sjálft. En hvernig kom þetta til? „Áður en ég fór að gefa út tónlist þá var ég í námi í Tækniskólanum sem fatatæknir og er grunnnám fyrir klæðskurð. Ég var að sauma allan daginn alla daga og fór í starfsnám samhliða því sem dresser hjá Þjóðleikhúsinu,“ sagði Una Torfadóttir. Lestu viðtalið í heild á K100.is.