„Ég held að ég fái bráðum lítinn bróður,“ segir Jonni við frænku sína. „Af hverju heldur þú það?“ spyr hún. „Þegar mamma var veik fékk ég litla systur og núna er pabbi veikur.“ „Pabbi, af hverju klóra þeir sem eru klárir sér í enninu þegar þeir eru…

„Ég held að ég fái bráðum lítinn bróður,“ segir Jonni við frænku sína. „Af hverju heldur þú það?“ spyr hún. „Þegar mamma var veik fékk ég litla systur og núna er pabbi veikur.“

„Pabbi, af hverju klóra þeir sem eru klárir sér í enninu þegar þeir eru að hugsa en þeir sem eru vitlausir klóra sér í hnakkanum?“ Pabbinn klórar sér í hnakkanum og segir: „Nú veit ég ekki!“

Fjölskyldan er nýflutt. „Minnsti bróðirinn segir stoltur: Ég á mitt eigið herbergi og bróðir minn líka og systir mín líka! Það eru bara mamma og pabbi sem þurfa að deila saman herbergi … “

„Æi, af hverju steigstu á snigilinn?“ „Mér þykir það leitt en ég bara sá hann ekki. Hann kom svo snögglega aftan að mér!“

Á ströndinni finna tveir guttar bikinítopp: „Hvað er þetta eiginlega?“ „Ég held að þetta sé tvíburasundhetta!“

„Steinunn, veist þú af hverju foreldrar þínir vilja að þú farir í skólann?“ „Auðvitað, til að fá ró og næði!“