Óhapp Sumir bílanna eru talsvert skemmdir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði urðu ekki slys á fólki.
Óhapp Sumir bílanna eru talsvert skemmdir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði urðu ekki slys á fólki. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Fimm bílar lentu í árekstri á Norðurlandsvegi í gær, skömmu eftir að ekið var inn fyrir bæjarmörk Akureyrar úr norðri. Að sögn ljósmyndara Morgunblaðsins, sem staddur var á vettvangi, voru talsverðar skemmdir á sumum bílanna

Fimm bílar lentu í árekstri á Norðurlandsvegi í gær, skömmu eftir að ekið var inn fyrir bæjarmörk Akureyrar úr norðri. Að sögn ljósmyndara Morgunblaðsins, sem staddur var á vettvangi, voru talsverðar skemmdir á sumum bílanna. Er því ljóst að tjón er talsvert.

Lögregla var send á slysstað ásamt sjúkrabíl en ekki reyndist þörf á aðkomu sjúkraliðs. Lögregla rannsakar tildrög slyssins. Af ljósmyndum að dæma má gera ráð fyrir að fremsti bíll, svartur fólksbíll, hafi skyndilega hægt á sér með þeim afleiðingum að þeir sem á eftir komu lentu í að keyra aftan á næsta bíl fyrir framan.

Í bílunum var hópur ungmenna og má telja líklegt að þeir hafi ætlað sér að taka þátt í Bíladögum á Akureyri, en þeir eru nú í fullum gangi.