Á slysstað Viðbragðsaðilar við störf í Öxnadal í Eyjafirði í gær.
Á slysstað Viðbragðsaðilar við störf í Öxnadal í Eyjafirði í gær. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Alvarlegt slys varð um klukkan 17 í gær þegar rúta frá tékkneskri ferðaskrifstofu fór út af veginum í Öxnadal og valt. Þegar blaðið fór í prentun hafði lögreglan á Norðurlandi eystra tjáð RÚV að „þó nokkrir væru alvarlega slasaðir“

Alvarlegt slys varð um klukkan 17 í gær þegar rúta frá tékkneskri ferðaskrifstofu fór út af veginum í Öxnadal og valt. Þegar blaðið fór í prentun hafði lögreglan á Norðurlandi eystra tjáð RÚV að „þó nokkrir væru alvarlega slasaðir“.

Í rútunni var 22 erlendur ferðamaður auk bílstjórans. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri en í framhaldinu fór þyrla Landhelgisgæslunnar með fimm einstaklinga á gjörgæsludeild Landspítalans. Um helmingur þeirra sem í rútunni voru hafði þá verið útskrifaður af Sjúkrahúsinu á Akureyri en til skoðunar var hvort fleiri yrðu fluttir til Reykjavíkur vegna áverka sinna.

Tildrög slyssins eru ókunn en starfsmenn rannsóknarnefndar samgönguslysa hófu rannsókn í gær. Mikill viðbúnaður var á slysstaðnum og atvikið kallaði á umfangsmikið útkall hjá viðbragðsaðilum. „Í þessu verkefni var aðgerðastjórn á Akureyri virkjuð með fullri áhöfn sem og samhæfingarmiðstöðin í Reykjavík. Fulltrúar allra viðbragðsaðila á svæðinu komu að þessu, áhöfn samhæfingarmiðstöðvarinnar, Landhelgisgæslan og Landspítalinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.