Ólafur Jensson fæddist 16. júní 1924 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Ólafsdóttir, f. 1895, d. 1986, og Jens P. Hallgrímsson, f. 1896, d. 1979. Ólafur lauk kandídatsprófi frá læknadeild HÍ árið 1954

Ólafur Jensson fæddist 16. júní 1924 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Ólafsdóttir, f. 1895, d. 1986, og Jens P. Hallgrímsson, f. 1896, d. 1979.

Ólafur lauk kandídatsprófi frá læknadeild HÍ árið 1954. Hann lagði stund á sérfræðinám við Hammersmith-spítala í Lundúnum 1955-1957 og Royal Victoria Infirmary í Newcastle árið 1958 og lauk doktorsprófi frá læknadeild HÍ árið 1978.

Ólafur sinnti rannsóknum hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur 1958, var ráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands 1964-1974 og hjá erfðafræðinefnd HÍ 1969-1974 og var forstöðumaður Blóðbankans 1972-1994. Þá var hann prófessor við læknadeild HÍ frá 1990. Hann var fastafulltrúi í sérfræðinganefnd Evrópuráðs 1972, aðalritstjóri Læknablaðsins 1965-1971, í stjóm Félags evrópskra mannerfðafræðinga frá 1966 og formaður Blóðgjafafélags Íslands frá 1981.

Ólafur var sæmdur fálkaorðunni árið 1994 og var heiðursfélagi í Blóðgjafafélaginu.

Ólafur var kvæntur Erlu Guðrúnu Ísleifsdóttur, f. 1922, d. 2011, íþróttakennara. Börn þeirra eru þrjú.

Ólafur lést 31.10. 1996.