Sigurviss Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, í Bretlandi.
Sigurviss Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, í Bretlandi. — AFP/Benjamin Cremel
Vinsældir Umbótaflokksins (e. Reform UK) mælast nú meiri en Íhaldsflokksins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi. Fylgi hans mældist um 19% í nýjustu könnun YouGov, sem birt var í gær, á meðan stuðningur við Íhaldsflokkinn dalaði í um 18%

Sveinn Valfells

sveinnv@mbl.is

Vinsældir Umbótaflokksins (e. Reform UK) mælast nú meiri en Íhaldsflokksins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi. Fylgi hans mældist um 19% í nýjustu könnun YouGov, sem birt var í gær, á meðan stuðningur við Íhaldsflokkinn dalaði í um 18%. Útlit er fyrir stórsigur Verkamannaflokksins, en hann hefur mælst með um 40% fylgi.

Öll spjót hafa staðið á Nigel Farage, stofnanda og formanni Umbótaflokksins, en hann hefur boðað hallarbyltingu í breskum stjórnmálum. Flokkur hans sækir mikið fylgi til óánægðra íhaldsmanna og Rishi Sunak, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, hefur ítrekað varað við því í að atkvæði til Umbótaflokksins séu aðeins til þess fallin að tryggja Verkamannaflokknum sigur. Áherslur Umbótaflokksins liggja helst í innflytjendamálum, en hann hefur líka heitið því að afnema markmið núverandi stjórnar í loftslagsmálum. Flokkurinn hefur einnig heitið miklum skattalækkunum. Horfur í breskum efnahagsmálum þykja nokkuð dökkar nú um mundir og skuldabyrði ríkisins mælist jafn há og í síðari heimsstyrjöld.