Flúruð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir.
Flúruð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir. — Ljósmynd/X
Djöfulsins veisla að hafa fengið fréttir Stöðvar 2 aftur inn í mitt líf eftir nokkurra ára hlé. Hafi þær verið beinar áður þá eru þær orðnar þráðbeinar í dag. Ég meina, þarna er hvergi skakkan fréttamann lengur að finna

Orri Páll Ormarsson

Djöfulsins veisla að hafa fengið fréttir Stöðvar 2 aftur inn í mitt líf eftir nokkurra ára hlé. Hafi þær verið beinar áður þá eru þær orðnar þráðbeinar í dag. Ég meina, þarna er hvergi skakkan fréttamann lengur að finna. Enda vita menn á Stöð 2 sem er, að frétt er ekki frétt nema hún sé sögð í beinni útsendingu.

Gömlu brýnin Heimir Már og Kristján Már hafa engu gleymt, hvort sem er á Alþingi, flugvöllum eða hamfarasvæðum, og Berghildur Erla og Elísabet Inga eru að gera frábæra hluti á vettvangi. Svo er kominn þarna bráðsprækur maður sem heitir því ágæta nafni Bjarki Sigurðsson. Þetta fólk er hvað öðru beinna.

Nýtt viðmið var hins vegar sett þegar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fékk sér húðfúr í beinni á dögunum. Það verður seint toppað.

RÚV er formlegri stöð í sinni nálgun en þarf samt eiginlega að fara að svara þessari helpoppuðu fréttamennsku með einum eða öðrum hætti. Hvernig væri til dæmis að fréttastofa ríkisins kæmi þjóðinni í opna skjöldu og sendi sinn besta mann, Boga Ágústsson, í húðflúr? Helst hálshúðflúr. Auðvitað í þráðbeinni. Kappinn gæti jafnvel fengið sér naflahring í leiðinni; fyrst hann yrði kominn á staðinn.

Það sem Bogi myndi púlla þetta! Þráðbeinn.