Millibil Hluti af verki á sýningunni sem verður opnuð í dag kl. 15 í Listvali.
Millibil Hluti af verki á sýningunni sem verður opnuð í dag kl. 15 í Listvali. — Ljósmynd/Sigurrós G. Björnsdóttir
Listval stendur fyrir opnun á tveimur sýningum í dag klukkan 15. Annars vegar er um að ræða sýninguna Parergon: Fjarveran sem skilgreinir málverkið, með verkum eftir Jón B.K

Listval stendur fyrir opnun á tveimur sýningum í dag klukkan 15. Annars vegar er um að ræða sýninguna Parergon: Fjarveran sem skilgreinir málverkið, með verkum eftir Jón B.K. Ransu, og hins vegar sýninguna Millibil, með verkum eftir Sigurrós G. Björnsdóttur. Segir í tilkynningu að málverk myndlistarmannsins Ransu, sem menntaði sig í Hollandi, byggist alla jafna á endurskoðun listaverka eða liststefnu með áherslu á það hvernig við skynjum og vinnum úr upplýsingum lita og forma. Þá sé hann einnig fræðibókahöfundur og hafi látið að sér kveða í skrifum um samtímalist í bókum og tímaritum og starfi nú sem deildarstjóri Listmálarabrautar í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Um Sigurrós, sem býr og starfar í Belgíu, segir að hún vinni myndlist sína í blandaða miðla, þó undanfarið með áherslu á skúlptúra. „Hún blandar eigin reynsluheimi, áhrifum frá nærumhverfi sínu og skáldskap og miðlar með þeim ólíkum frásögnum. Sigurrós hefur sýnt verk sín í Belgíu, Íslandi, Hollandi og Þýskalandi.“