Rithöfundur Pedro Gunnlaugur stýrir dagskránni í húsi íslenskunnar.
Rithöfundur Pedro Gunnlaugur stýrir dagskránni í húsi íslenskunnar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skáld með innflytjendabakgrunn og fræðafólk frá Árnastofnun koma saman á lokadegi Listahátíð­ar í Reykjavík, 16. júní, kl. 14, í húsi íslenskunnar, Eddu. „Íslensk tunga er samtvinnuð sögu fólksins sem hefur byggt þetta land í aldanna rás­ í örbirgð…

Skáld með innflytjendabakgrunn og fræðafólk frá Árnastofnun koma saman á lokadegi Listahátíð­ar í Reykjavík, 16. júní, kl. 14, í húsi íslenskunnar, Eddu. „Íslensk tunga er samtvinnuð sögu fólksins sem hefur byggt þetta land í aldanna rás­ í örbirgð sem allsnægtum, gleði og sorg, andspænis umhleypingum í náttúru og þjóðlífi,“ segir í tilkynningu.

Á þessum viðburði sem hefur yfirskriftina Rótarskot „kynnumst við skáldum sem skrifa á íslensku sem öðru máli, heyrum samtöl um þróun tungumálsins og sjáum Landnámu hina nýju verða til“, eins og það er orðað í tilkynningunni.

Stjórnandi dagskrárinnar er Pedro Gunnlaugur Garcia en þátttakendur eru Ewa Marcinek, Dögg Sigmarsdóttir, Martyna Daniel, Ágústa Þorbergsdóttir, Mao Alheimsdóttir, Elías Knörr, Helen Cova. Aðflutt fólk er sérstaklega hvatt til að taka þátt en viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Árnastofnun og Borgarbókasafnið.