Andrés Ingi Jónsson
Andrés Ingi Jónsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það bar til í atkvæðagreiðslu um útlendingalög á Alþingi að Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata bar sig óvænt aumlega undan því að þurfa að vera undir sama þaki og laganna vörður.

Það bar til í atkvæðagreiðslu um útlendingalög á Alþingi að Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata bar sig óvænt aumlega undan því að þurfa að vera undir sama þaki og laganna vörður.

Hann sagði: „Ég hef rætt á fundum forsætisnefndar hversu ólíðandi það sé að lífverðir forsætisráðherra séu á stjákli hér innan þinghússins. Alþingi er friðheilagt. Það er óþolandi og ekki til sóma að sérsveitarmaður lögreglunnar sé í hliðarsal meðan Alþingi er að störfum. Ég fer fram á það að forseti losi sig við þessa starfsmenn valdstjórnarinnar núna strax.“

Það er leitt að Andrési Inga standi slíkur stuggur af lögreglu að hann treysti sér varla til þess að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Rétt er að Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis leiti að góðu sjálfstyrkingarnámskeiði til að bæta úr því.

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, svaraði að lögregla yrði að ákveða hvernig öryggis æðstu ráðamanna væri gætt, en lét af smekkvísi hjá líða að minnast á líðan Mette Frederiksen.

En það má spyrja hvernig standi á þessu klifi – fyrst Vinstri-grænna og nú Pírata – um að eitthvað sé annarlegt við lögregluna sem slíka. Og svo geta menn spurt hvers vegna lögregla hafi nýverið metið það svo að æðstu ráðamenn þyrftu slíka vernd.