Norður ♠ K32 ♥ 54 ♦ ÁG10976 ♣ 65 Vestur ♠ G95 ♥ 62 ♦ D832 ♣ DG108 Austur ♠ D764 ♥ K9873 ♦ 4 ♣ 942 Suður ♠ Á108 ♥ ÁDG10 ♦ K5 ♣ ÁK73 Suður spilar 6G

Norður

♠ K32

♥ 54

♦ ÁG10976

♣ 65

Vestur

♠ G95

♥ 62

♦ D832

♣ DG108

Austur

♠ D764

♥ K9873

♦ 4

♣ 942

Suður

♠ Á108

♥ ÁDG10

♦ K5

♣ ÁK73

Suður spilar 6G.

Ertu meistari eða meðalskussi? ávarpar Eddie Kantar lesanda sinn og leggur fram próf til að greina þar á milli: 6G með laufdrottningu út.

Meðalskussinn fer beint af augum í líflitinn: Tekur á tígulkóng í slag tvö og svínar gosanum. Slemman er þá unnin ef drottningin skilar sér, önnur eða þriðja. Ef ekki, verður að svína í hjarta í von um kóng annan eða hálitaþvingun, því blindur á aðeins spaðakónginn eftir sem innkomu. Ekki alvond áætlun, segir Kantar, en dugir ekki í þessari legu.

Meistarinn spilar tígli á gosann í öðrum slag! Ef austur drepur má síðar yfirtaka tígulkóng og svína tvisvar í hjarta. Ef tígulgosinn heldur slag (eins og hér) notar meistarinn tækifærið og svínar í hjarta. Yfirdrepur síðan tígulkóng, sækir tíguldrottningu og kemst inn á spaðakóng til að taka frítíglana og svína aftur í hjarta.