Flytjendur Cauda Collective vinnur iðulega náið með tónskáldum.
Flytjendur Cauda Collective vinnur iðulega náið með tónskáldum.
Cauda Collective flytur fimm ný tónverk eftir meðlimi listhópsins Errata í Háteigskirkju á morgun, sunnudaginn 16. júní, kl. 16. Frumflutt verða strengjatríó eftir Halldór Smárason, Hauk Þór Harðarson og Petter Ekman og einnig leiknir nýlegir…

Cauda Collective flytur fimm ný tónverk eftir meðlimi listhópsins Errata í Háteigskirkju á morgun, sunnudaginn 16. júní, kl. 16. Frumflutt verða strengjatríó eftir Halldór Smárason, Hauk Þór Harðarson og Petter Ekman og einnig leiknir nýlegir strengjakvartettar eftir Báru Gísladóttur og Finn Karlsson.

Listhópinn Errata skipa tónskáld sem hafa átt í frjóu listrænu samtali í rúman áratug, að því er segir í tilkynningu. Cauda Collective er hópur „skapandi tónlistarflytjenda sem horfa út fyrir rammann í flutningi sínum“ og vinnur náið með tónskáldum. Flytjendur eru þær Sigrún Harðardóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir.