Frá Hvolsvelli.
Frá Hvolsvelli.
Nú liggur fyrir að hvorki Rangárþing ytra né Rangárþing eystra eru reiðubúin í sameiningarviðræður með Ásahreppi, líkt og hreppurinn hafði formlega óskað eftir. Sveitarstjórn Rangárþings eystra tók málið fyrir sl

Nú liggur fyrir að hvorki Rangárþing ytra né Rangárþing eystra eru reiðubúin í sameiningarviðræður með Ásahreppi, líkt og hreppurinn hafði formlega óskað eftir.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra tók málið fyrir sl. fimmtudag og samþykkti með sjö samhljóða atkvæðum að hafna erindinu. Vísað var til þess að Rangárþing ytra hefði hafnað erindi Ásahrepps og þar með var talið að forsendur málsins væru brostnar.

Líkt og fram kom í Morgunblaðinu sl. fimmtudag var gerð könnun í Ásahreppi samhliða forsetakosningum og voru 56% íbúa á móti sameiningu við nágrannasveitarfélögin í Rangárvallasýslu. Var það ekki talið gott veganesti í samrunaviðræður.