Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð: Henni leikar æfðir á, einnig herðum skýla má, gera byssur ýmsar enn oft það reyna blankir menn. Lausnarorðið er slá segir Úlfar Guðmundsson: Menn af tvíslá hendast hátt

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð:

Henni leikar æfðir á,

einnig herðum skýla má,

gera byssur ýmsar enn

oft það reyna blankir menn.

Lausnarorðið er slá segir Úlfar Guðmundsson:

Menn af tvíslá hendast hátt.

Herðasláin skýlir mér.

Enn slá ýmsar byssur brátt.

Blankir slá fé handa sér.

Guðrún B. leysir gátuna:

Fimleikar á fínni slá.

Fögur heklast ullarslá.

Skyldi byssan bóndann slá?

Blönkust þurfa lán að slá.

Sigmar Ingason svarar:

Æfingar sá ég oft á slá.

Auka vellíðan herðaslá.

Vont er ef byssur viðbein slá.

Viðskiptabankann blankir slá.

Þá er það lausnin segir Helgi R. Einarsson:

Jafnvægisslá ei hentar honum.

Herðasláin passar konum.

Byssur ennþá sumar slá.

Slá má lánin bönkum hjá.

Svona er lausnin mín, segir Harpa á Hjarðarfelli:

Jafnvægisslánni æfa á.

Yfir herðar leggja slá.

Ýmsar byssur einnig slá.

Oft menn reyna lán að slá.

Þá er ný gáta eftir Pál:

Er í húsbíl oftast hann

orðið haft um röskan mann

hundsnafn þetta einnig er

og svo skattur því er ver.

Þessi limra, Staðreynd, fylgdi lausn Helga R. Einarssonar:

Öll við bíðum hér bana

það bæði' á við hann og hana

og ávallt það stenst

en ekki þó venst

því aldrei það kemst upp í vana.

¶Finnbogi fríði á Bakka¶ferðast um sveitir með pakka¶sem er gersemi því¶að grip þessum í¶geymir hann ógetna krakka.

Gömul vísa, – úr Geðraunum:

Hver sem missir menjalaut

maður er sviptur auði

skjótlega hverfur skemmtan braut

skárri er miklu dauði.

Limra eftir Eirík Guðnason:

Hún gerði það ágætt hún Guðmunda,

hún gerði það fyrst undir Ámunda,

svo Helga og Tý

og svo Helga á ný

og svo hljómsveit sem stödd var í námunda.

¶Þung eru örlög þessa manns,¶þar er hætt að vona,¶ógæfan og ástin hans¶eru sama kona.

¶Dauðans nauða dapran óð¶djúps á innstu leiru¶þau hin soltnu sjávarhljóð¶syngja mér í eyru.

¶Við gólfið er í húsum haf,¶hátt trúi’ eg aurslá rísi,¶best er að þvo úr bleki traf¶og bera í hákarlslýsi.