Bill Jansson og Peter Mombaerts taka þátt í að skipuleggja ráðstefnu um lyktar- og bragðskyn sem fer fram í Hörpu dagana 22. – 26. júní. Bill Jansson og Peter Mombaerts eru einir fremstu sérfræðingar heims í lyktarskyni

Bill Jansson og Peter Mombaerts taka þátt í að skipuleggja ráðstefnu um lyktar- og bragðskyn sem fer fram í Hörpu dagana 22. – 26. júní.

Bill Jansson og Peter Mombaerts eru einir fremstu sérfræðingar heims í lyktarskyni. Þeir voru staddir á Íslandi vegna ráðstefnu sem þeir taka þátt í að skipuleggja.

Sérstakur angi ráðstefnunnar mun snúast um eftirköst covid-sjúkdómsins. Sjúkdómurinn hafði oft áhrif á lyktar- og bragðskyn fólks, og í sumum tilfellum var ástandið varanlegt. Enn í dag glímir fólk við einkenni sjúkdómsins, og afleiðingarnar eru mikið meiri en fólk áttar sig á, segja sérfræðingarnir.

Ráðstefnan er sú stærsta í heiminum á sviði lyktar- og bragðskyns. Hún verður haldin í Hörpu dagana 22. – 26. júní og um 750 manns munu mæta til þess að fræðast um mismunandi rannsóknir og efni.

Blaðamaður tók viðtal við Bill og Peter og ræddi við þá um ferilinn, ráðstefnuna, eftirköst covid-sjúkdómsins og fleira.