50 ára Hjördís fæddist í Reykjavík og ólst upp fyrsta eina og hálfa árið í Óðinsvéum en síðan á Akureyri og hefur búið þar frá 2008. Hún er með BS-gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Skövde og MS-gráðu í vöruþróunarverkfræði frá South Bank University í London

50 ára Hjördís fæddist í Reykjavík og ólst upp fyrsta eina og hálfa árið í Óðinsvéum en síðan á Akureyri og hefur búið þar frá 2008. Hún er með BS-gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Skövde og MS-gráðu í vöruþróunarverkfræði frá South Bank University í London. Hjördís er umdæmisstjóri Isavia innalandsflugvalla á Norðurlandi og flugvallarstjóri á Akureyri. Áhugamálin eru skíði, útivist og að fylgja börnunum sínum í þeirra íþróttum og tómstundum.


Fjölskylda Eiginmaður Hjördísar er Edgardo Parraguez Solar, f. 1975, kokkur og deildarstjóri eldhússins á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Börn Hjördísar eru Klara, f. 2007 og Alex, f. 2010.

Foreldrar Hjördísar eru hjónin Edda Jóhannsdóttir, f. 1948, hjúkrunarfræðingur, og Þórhallur Sigurjón Bjarnason, f. 1950, skipatæknifræðingur. Systkini Hjördísar eru Jóhann og Sigríður. Þau eru öll búsett á Akureyri.