Við fjörðinn bláa, verk eftir Sjoddý.
Við fjörðinn bláa, verk eftir Sjoddý.
Þær Álfheiður Ólafsdóttir og Sigríður Oddný Jónsdóttir opna sýninguna Ég syng af gleði í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, klukkan 14 í dag. Segir í tilkynningu að Álfheiður, sem er grafískur hönnuður að mennt, sé alin upp í sunnlenskri sveit og…

Þær Álfheiður Ólafsdóttir og Sigríður Oddný Jónsdóttir opna sýninguna Ég syng af gleði í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, klukkan 14 í dag.

Segir í tilkynningu að Álfheiður, sem er grafískur hönnuður að mennt, sé alin upp í sunnlenskri sveit og hafi unun af því að mála úti í náttúrunni í flæði og af fingrum fram. „Gleði mín er einlæg, að skapa eitthvað óvænt og áhugavert úti í náttúrunni og finna orku jarðar umlykja mig.“ Um Sigríði, eða Sjoddý, sem er útskrifuð úr Myndlistarskólanum á Akureyri, segir að hún hafi alist upp á Akureyri en búi nú jafnt í Hafnarfirði og Eyjafjarðarsveit. „Myndirnar mínar eru innblásnar af íslenskri náttúru. Það sem heillar mig í myndsköpun er að raða einföldum formum, glaðlegum litum og línum á myndflötinn.“ Álfheiður og Sjoddý eiga að baki fjölda einkasýninga og samsýninga.