Myndlist <strong><em>&hellip; að allir séu óhultir</em></strong> sýnir verk um reynslu barna frá Grindavík.
Myndlist … að allir séu óhultir sýnir verk um reynslu barna frá Grindavík. — Morgunblaðið/Kristinn
Þrjár sýningaropnarnir verða hjá Listasafni Íslands í dag, á þjóðhátíðardaginn. Sýningin … að allir séu óhultir verður opnuð í Safnahúsinu klukkan 15 og sýnir afrakstur myndlistarnámskeiðs fyrir börn sem haldið var í Safnahúsinu í samstarfi við umboðsmann barna

Þrjár sýningaropnarnir verða hjá Listasafni Íslands í dag, á þjóðhátíðardaginn. Sýningin … að allir séu óhultir verður opnuð í Safnahúsinu klukkan 15 og sýnir afrakstur myndlistarnámskeiðs fyrir börn sem haldið var í Safnahúsinu í samstarfi við umboðsmann barna. Í verkunum vinna ungu listamennirnir út frá reynslu þeirra barna sem flýja þurftu heimili sín í Grindavík 10. nóvember. Börnum frá Grindavík var sérstaklega boðin þátttaka í námskeiðinu. Þá verða tvær aðrar sýningaropnanir með þjóðlegum blæ á vegum Listasafns Íslands í dag: samsýningin Daufur skuggi – Fánar í íslenskri myndlist verður opnuð kl. 15 í Safnahúsinu og sýningin Framtíðarfortíð í Listasafni Ísafjarðar kl. 16.