Sól Bjart veður gæti orðið víða í hátíðahöldunum í dag.
Sól Bjart veður gæti orðið víða í hátíðahöldunum í dag. — Morgunblaðið/Eyþór
Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands sýnir að í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, verði yfirleitt þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi og fremur hæg breytileg átt á landinu öllu, eða um 0-5 metrar á sekúndu

Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands sýnir að í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, verði yfirleitt þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi og fremur hæg breytileg átt á landinu öllu, eða um 0-5 metrar á sekúndu.

Hitastigið mun á flestum stöðum vera á bilinu átta til fimmtán gráður.

Hlýjast á að vera á Akureyri en þar á hitastigið að fara upp í fimmtán gráður seinnipartinn.

Allra kaldast á þó að vera á Raufarhöfn en þar fer hitastigið ekki upp fyrir fimm gráður.

Veðurfræðingur frá Veðurstofu Íslands segir að í rauninni sé hægt að skipta landinu í tvennt þar sem fyrir sunnan muni vera skýjað og smáskúrir sums staðar.

Því er spáð að það verði þurrt á flestum stöðum fyrir sunnan, til dæmis á Suðvesturlandi og Vesturlandi. Hins vegar verður smá rigning á Suðurlandi, það er að segja í Árnesi, á Kirkjubæjarklaustri, Stórhöfða og Veiðivatnahrauni, þar sem úrkoman á að verða 2 mm.

Í Árnesi er spáð lítils háttar rigningu yfir daginn sem á að hefjast rétt eftir hádegi.

Á Kirkjubæjarklaustri er aðeins spáð lítils háttar rigningu um morguninn sem á að vera búin klukkan níu.

Á Stórhöfða á einnig að vera lítils háttar rigning sem á að hefjast um klukkan átta um kvöldið.

Í Árnesi er spáð lítils háttar rigningu yfir daginn sem á að hefjast rétt eftir hádegi.
mariahjorvar@mbl.is