Listamaður Finnbogi Pétursson.
Listamaður Finnbogi Pétursson. — Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Myndlistarmaðurinn Finnbogi Pétursson opnar í dag sýninguna 1.322.452.800 slög sem hverfist um „tímann, andartak sem breytir öllu“ líkt og segir í fréttatilkynningu

Myndlistarmaðurinn Finnbogi Pétursson opnar í dag sýninguna 1.322.452.800 slög sem hverfist um „tímann, andartak sem breytir öllu“ líkt og segir í fréttatilkynningu. Þar segir jafnframt að sýningin sé „persónuleg myndgerving Finnboga á atburði í lífi Önnu dóttur hans“. Opnunin fer fram klukkan 14 í Glerhúsinu sem er í millihúsi Vesturgötu 33a og 33b í Reykjavík. Sýningin stendur til 8. september.