Flug Flaggskip í flota Icelandair er Boeing-þotan sem heitir Þingvellir.
Flug Flaggskip í flota Icelandair er Boeing-þotan sem heitir Þingvellir. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Alls 57 flugmönnum Icelandair hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar tengjast árstíðasveiflum í rekstri félagsins, en alltaf er mest umleikis í starfseminni á sumrin en svo hægir á með haustinu. Uppsagnirnar taka mið af því og láta þeir af störfum 1

Alls 57 flugmönnum Icelandair hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar tengjast árstíðasveiflum í rekstri félagsins, en alltaf er mest umleikis í starfseminni á sumrin en svo hægir á með haustinu. Uppsagnirnar taka mið af því og láta þeir af störfum 1. október. Á sama tíma færast 26 flugstjórar milli sæta í stjórnklefanum og verða aftur flugmenn.
Icelandair væntir að þeim flugmönnum sem nú er sagt upp bjóðist starf að nýju næsta vor. Um 600 flugmenn starfa hjá Icelandair að meðtöldum þeim 57 sem nú fara af launaskrá.

„Þetta er liður í því að laga mönnun að flugáætlun okkar í vetur. Við erum að fækka í hópnum yfir veturinn og síðan stækkar flugáætlunin næsta vor,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair. drifa@mbl.is