— Jeff Kowalsky/AFP
Að minnsta kosti átta særðust í skotárás í almenningsgarði í útjaðri Detroit í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. Á meðal hinna slösuðu eru tvö börn, annað þeirra er alvarlega sært. Lögreglan telur árásina hafa verið tilviljunarkennda, en ætlaður árásarmaður var 42 ára gamall karlmaður

Að minnsta kosti átta særðust í skotárás í almenningsgarði í útjaðri Detroit í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. Á meðal hinna slösuðu eru tvö börn, annað þeirra er alvarlega sært.

Lögreglan telur árásina hafa verið tilviljunarkennda, en ætlaður árásarmaður var 42 ára gamall karlmaður. Hann fannst látinn á heimili nálægt garðinum, samkvæmt þarlendum miðlum.

Maðurinn bjó hjá móður sinni og segir lögreglan hann greinilega hafa glímt við geðræn vandamál.

Á meðal hinna særðu eru átta ára drengur sem var skotinn í höfuðið og 39 ára kona sem fékk skot í maga og fótlegg. Þau eru bæði alvarlega særð. Drengurinn, konan og hitt barnið sem slasaðist eru tengd fjölskylduböndum.