Ueda Kazuo
Ueda Kazuo
Ueda Kazuo, seðlabankastjóri Japans, segir bankann ætla að draga úr skuldabréfakaupum sínum frá og með næsta mánuði. Þá stefnir bankinn að því að minnka smám saman eignasafn sitt sem í dag er metið á jafnvirði 5.000 milljarða dala, og útilokar Ueda ekki að stýrivextir kunni að hækka í júlí

Ueda Kazuo, seðlabankastjóri Japans, segir bankann ætla að draga úr skuldabréfakaupum sínum frá og með næsta mánuði. Þá stefnir bankinn að því að minnka smám saman eignasafn sitt sem í dag er metið á jafnvirði 5.000 milljarða dala, og útilokar Ueda ekki að stýrivextir kunni að hækka í júlí. Lágir stýrivextir í Japan eru taldir eiga sinn þátt í að japanska jenið hefur gefið eftir að undanförnu, m.a. með tilheyrandi áhrifum á verð innfluttrar neytendavöru.

Peningastefnunefnd Japansbanka hittist átta sinnum á ári og ákvað á síðasta fundi sínum að halda stýrivöxtum óbreyttum á bilinu 0 til 0,1% og einnig að halda skuldabréfakaupum óbreyttum en bankinn kaupir í mánuði hverjum skuldabréf fyrir um 6.000 milljarða jena, jafnvirði um það bil 38 milljarða dala. ai@mbl.is