Norður ♠ ÁG62 ♥ D2 ♦ 10 ♣ 987532 Vestur ♠ D107 ♥ 10987 ♦ G8654 ♣ G Austur ♠ 983 ♥ G63 ♦ K932 ♣ D104 Suður ♠ K54 ♥ ÁK54 ♦ ÁD7 ♣ ÁK6 Suður spilar 6♣

Norður

♠ ÁG62

♥ D2

♦ 10

♣ 987532

Vestur

♠ D107

♥ 10987

♦ G8654

♣ G

Austur

♠ 983

♥ G63

♦ K932

♣ D104

Suður

♠ K54

♥ ÁK54

♦ ÁD7

♣ ÁK6

Suður spilar 6♣.

„Meistarinn og meðalskussinn fá báðir tólf slagi í þessu spili.“ Óskar ugla var enn með hugann við aðgreiningu Kantars á meistara og meðalskussa, sem fjallað var um í síðasta þætti. Suður spilar 6♣ og fær út hjartagosa.

Meðalskussinn tékkar á trompinu með ás-kóng og svínar svo spaðagosa, „enda illu best aflokið“. Tólf slagir. Meistarinn fer sér hægar: leggur niður tígulás, hreinsar upp hjartað og sendir austur síðan inn á tromp. Austur er þá endaspilaður ef hann á tígulkóng og spaðasvíningin verður óþörf.

„Dyggðin er ekki alltaf verðlaunuð,“ sagði Óskar og velti kringlóttu höfðinu.

„Þú meinar að dyggðin sé smánuð,“ sagði Gölturinn hvasst.

„Laun dyggðarinnar er syndin,“ sagði Magnús mörgæs eftir Sigurði Nordal og fékk að eiga síðasta orðið.