Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, tilkynnti í gær að hún ætlaði sér að segja sig úr Samfylkingunni en hún kveðst ósátt við að þingmenn flokksins hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið svokallaða sem samþykkt var á Alþingi hinn 14

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, tilkynnti í gær að hún ætlaði sér að segja sig úr Samfylkingunni en hún kveðst ósátt við að þingmenn flokksins hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið svokallaða sem samþykkt var á Alþingi hinn 14. júní.

„Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum,“ skrifaði Þorbjörg m.a. á Facebook.